Fréttir

Knattspyrna | 24. september 2021

Lokahóf og heiðrun yngri flokka 25.sept

Lokahóf og heiðrun yngri flokka Keflavíkur!
Á laugardaginn 25.september fer fram síðasti heimaleikur Keflavíkur í mfl. karla á móti ÍA og er það mjög mikilvægur leikur. Leikurinn hefst kl. 14:00 á HS-Orku vellinum. Fyrir leik ætlum við að bjóða öllum iðkendum okkar í yngri flokkum (3-8.flokk) að mæta þar sem við munum heiðra þá fyrir síðasta tímabil. Það er mæting kl. 13:15 í andyrið á Íþróttahúsinu og er mikilvægt að allir séu í keppnisbúning Keflavíkur eða RKV. Það verður líklega ekki frábært veður svo gott væri að vera í þykkri peysu undir búningnum.

Við munum svo taka stutta skrúðgöngu og raða okkur upp kringum völlinn. Að þessu tilefni mun Barna og Unglingaráð einnig veita Ella-bikarinn. Að þessu loknu er boðið uppá grillaðar pylsur og drykki fyrir iðkendur áður en farið er í stúkuna að hvetja liðið áfram!

Ég vil hvetja foreldra til að tryggja sér miða á leikinn sem fyrst í gegnum Stubb appið þar sem það gæti orðið uppselt á leikinn. Börn á grunnskólaaldri telja ekki með í fjöldatölum.

Hlökkum til að sjá alla á laugardaginn!