Fréttir

Knattspyrna | 27. október 2021

Umsókn um starf framkvæmdarstjóra

Knattspyrnudeild Keflavíkur auglýsir laust til umsóknar starf Framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri Keflavíkur hefur yfirsýn yfir alla starfsemi deildarinnar og fylgir eftir stefnu og markmiðum stjórnar. Þá sér Framkvæmdastjóri um að samræma störf starfsmanna deildarinnar og sjálfboðaliða.

Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildarinnar þarf að hafa reynslu og þekkingu á rekstri, geta sett saman og staðið við fjárhagsáætlanir og vinna ötullega að því að viðhalda og finna nýjar leiðir til að afla tekna fyrir deildina. Framkvæmdastjóri gætir hagsmuna Keflavíkur í hvívetna gagnvart hagsmunaðilum.

Hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur starfar yfirmaður knattspyrnumála sem vinnur náið með framkvæmdastjóra að málefnum knattspyrnuliða, barna- og unglingaráðs og afreksstefnu. Ekki er gert krafa um reynslu úr knattspyrnuheiminum en brennandi áhugi á íþróttinni er nauðsynlegur.

 Sótt er um starfið á Alfred.is https://alfred.is/starf/framkvaemdastjori-knd-keflavikur