ÆFINGAGJÖLD OG SKRÁNING
Skráning iðkenda
- Allir iðkendur í Knattspyrnudeild Keflavíkur þurfa að vera skráðir og miðast tímabilið við lok september og út ágúst næsta ár.
- Forráðamenn skrá sín börn inn í Nóra skráningakerfið og þarf að endurnýja skráningu árlega.
- Skráningar fara áfram fram í gegnum Nóra skráningarkerfið sem hægt er að nálgast á heimasíðu Keflavíkur eða á slóðinni https://keflavik.felog.is/.
Æfingagjöld september 2020 til og með ágúst 2021
- 3.-6. flokkur - kr. 94.600- (3-10.bekkur)
- 7. flokkur - kr. 60.500- (1-2.bekkur)
- 8. flokkur - nánari upplýsingar fást með því að senda póst á netfangið fotbolti_keflavik8fl@simnet.is
- Systkinaafsláttur 12,5%.
- Gjaldið er fast óháð æfingasókn iðkenda.
ATH! Æfingagjöld hækka um 10% ef skráð er eftir 31.október
Greiðslur
- Kreditkort - hægt að skipta greiðslum niður á 1 - 11 greiðslur (engin færslugjöld)
- Greiðsluseðill (skipt niður á 10 greiðslur, nema í 7. flokki þar sem hámarkið er 9 greiðslur) í byrjun hvers tímabils. Athugið að greiðsluseðlar eru sendir í gegnum Motus og leggst seðilgjald á hvern reikning auk þess sem vextir reiknast á greiðsluseðla séu þeir greiddir eftir gjalddaga.
- Greiðslur æfingagjalda eru forsenda þess að iðkandi megi taka þátt í æfingum og mótum/leikjum á vegum Keflavíkur.
Iðkandi hættir:
- Þegar iðkandi hættir skal senda tilkynningu í tölvupósti á kefgjold@gmail.com eða á hjordis@keflavik.is þar sem fram kemur nafn og
kennitala iðkandans - Æfingagjöld falla niður frá næstu mánaðamótum eftir að forráðamaður hefur tilkynnt með tölvupósti að
iðkandi sé hættur. Ekki nóg að láta þjálfara vita. - Æfingagjöld ekki endurgreidd afturvirkt.
Hvatagreiðslur
- Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar eru rafrænar frá og með áramótum 2021 og hafa forráðamenn sem skrá iðkendur á þessu ári val um að haka við í skráningarferlinu um að nota hvatagreiðsluna til lækkunar æfingargjaldinu.
- Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar Hvatagreiðslur/Incentive payments | Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
- Hvatagreiðsla fyrir árið 2021 er 40.000 kr
Ferðakostnaður og mótakostnaður
- Er greiddur af iðkendum, kostnaðurinn er misjafn eftir því í hvaða flokki iðkandi er og hver verkefnin eru. Barna- og unglingaráð greiðir ferðakostnað þjálfara í keppnisferðum vegna Íslands- og Faxaflóamóts, ekki öðrum mótum.
Keppnisbúningur
- Barna- og unglingaráð leggur iðkendum til keppnisbúning (treyju og stuttbuxur) þar sem búningataska fylgir í 3. til 8. flokki en iðkendur þurfa sjálfir að verða sér út um sokka.
- Keflavík spilar í dökkbláum Nike fótboltasokkum og RKV (3.-5.fl. stúlkna) í hvítum. Mælst er til þess að iðkendur eigi sokka ef mögulegt er, en þá er hægt að kaupa hjá barna- og unglingaráði.
Um innheimtu æfingagjalda sér Elísabet L. Björnsdóttir, upplýsingar í netfanginu kefgjold@gmail.com.