Fréttir

Knattspyrna | 1. október 2024

Lokahóf Knattspyrnudeildar 2024

Lokahóf Keflavíkur fór fram á laugardag eftir að tímabilinu lauk fyrr um daginn.

 

Bestu leikmenn meistaraflokka 2024:

Leikmaður ársins hjá strákunum:  Ásgeir Orri Magnússon

Leikmaður ársins hjá stelpunum : Melanie Forbes

Efnilegastur hjá strákunum:  Ásgeir Helgi Orrason

Efnilegus hjá stelpunum:   Salóme Kristín Róbertsdóttir

 

Melanie Forbes var markahæst Keflvíkinga í Bestu deildinni en hjá körlunum skoraði Mihael Mladen mest.

Mörk ársins skoruðu Axel Ingi Jóhannesson geng Þrótti í Laugardalnum og Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir gegn Fylki í Árbænum

 

Veittar voru viðurkenningar fyrir fjölda leikja fyrir félagið. Frans Elvarsson var heiðraður fyrir 300 leiki fyrir félagið og Kristrún Ýr Holm fyrir 250 leiki. Anita Lind Daníelsdóttir hefur leikið 200 leiki fyrir félagið og þeir Dagur Ingi Valsson, Sindri Snær Magnússon og Nacho Heras hafa allir leikið 100 leiki. Þeir sem komust í 50 leikja klúbbin eru svo; Ásgeir Páll Magnússon, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Edon Osmani, Axel Ingi Jóhannesson, Vera Varis, Caroline Van Slambrouck og Elfa Karen Magnúsdóttir.

Viðurkenning fyrir 2. flokk karla og kvenna voru eftirfarandi:

Leikmaður ársins -2. flokkur kk: Gabríel Aron Sævarsson

Efnilegasti í 2. flokk kk: Jóhann Elí Kristjánsson

Leikmaður ársins í 2. flokk kvenna:  Anna Arnarsdóttir

Efnilegust í 2. flokk kvenna:  Hilda Rún Hafsteinsdóttir