... 4. flokki kvenna ...
Það hefur verið nóg að gera hjá 4. flokki kvenna í sumar því auk þess að taka þátt í Íslandsmótinu hafa þær farið á mót um allt land. Hérna er það helsta sem stelpurnar hafa verið að afreka undanfarið.
Íslandsmót, A-lið:
KR - Keflavík: 1-10 (Sigurbjörg Auðunsdóttir 5, Fanney Kristinsdóttir 2, Freyja Marteinsdóttir 2, Íris Rúnarsdóttir)
Keflavík - Afturelding: 2-1 (Fanney Kristinsdóttir, Íris Rúnarsdóttir)
Valur - Keflavík: 1-5 (Sigurbjörg Auðunsdóttir 3, Fanney Kristinsdóttir, Freyja Marteinsdóttir)
Breiðablik - Keflavík: 8-0
Keflavík - ÍA: 4-0 (Fanney Kristinsdóttir 3, Freyja Marteinsdóttir)
Íslandsmót, B-lið:
KR - Keflavík: 0-12 (Eyrún Magnúsdóttir 3, Guðrún Olsen 3, Elsa Hreinsdóttir 2, Berta Björnsdóttir 2, Hanna Ólafsdóttir, sjálfsmark)
Keflavík - Afturelding: 4-0 (Guðrún Olsen 3, Matthildur Jóhannsdóttir)
Valur - Keflavík: 2-3 (Guðrún Olsen 2, Hanna Ólafsdóttir)
Breiðablik - Keflavík: 2-2 (Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Guðrún Olsen)
Keflavík - ÍA: 0-0
Sjá má stöðuna á KSI.IS:
» Íslandsmót, A-lið
» Íslandsmót, B-lið
Þá tóku stelpurnar þátt í Gullmótinu, þar hafnaði A-liðið í 4. sæti og B-liðið í 7. sæti sem er gott hjá báðum liðum. Þá lenti A-liðið í 2. sæti á hraðmótinu.
Stelpurnar skelltu sér einnig á ReyCup sem haldið var í Reykjavík og þar náðu stelpurnar einnig góðum árangri. A-liðið lenti í 3. sæti og B-liðið gerði sér lítið fyrir og lenti í 1. sæti.
Einnig var farið á pæjumótið á Siglufirði en þar lenti A-liðið í 4. sæti eftir að hafa tapað á hlutkasti og B-liðið lenti í 2. sæti. Það er óhætt að segja að 4. flokkur hafi gert virkilega góða hluti á knattspyrnuvöllunum í sumar og staðið sig feykilega vel.
A-liðið á ReyCup.
B-lið 4. flokks á ReyCup en það sigraði í keppni B-liða.
Jenný, Laufey, Zohara, Fanney og Bagga á Gullmótinu.
Ólína og Íris á Gullmótinu.