Fréttir

Knattspyrna | 6. apríl 2004

... og 4. flokkur líka í Faxanum

Á laugardaginn lék 4. flokkur kvenna sinn fyrsta leik í Faxaflóamótinu í Reykjaneshöllinni.  Leikið var gegn FH í A- og B-liðum.  Í A-liðinu fóru Keflavíkurstelpur aldrei í gang og virtust vera hálfsofandi enda leikið snemma morguns.  Hjá B-liðinu var þetta ögn skárra en stelpurnar þurfa að taka sér tak og fara að spila eins og þær gera best sama á hvaða tíma leikið er.

4. flokkur kvenna, A-lið:
Keflavík - FH: 4-4 (Fanney Kristinsdóttir 2, Sigurbjörg Auðunsdóttir, Sveindís Þórhallsdóttir)

4. flokkur kvenna, B-lið:
Keflavík - FH: 1-0 (Eyrún Ósk Magnúsdóttir)


Elís Kristjánsson, þjálfari