Fréttir

Knattspyrna | 21. október 2004

... og 5. flokki

Faxaflóamótið í 5. flokki karla fór af stað s.l. föstudag.  Keflavíkurpiltar léku þá gegn Breiðablik, leikið var í Reykjaneshöllinni.  Um hörkuleiki var að ræða í þremur af fjórum leikjum, þar sem úrslit gátu farið á hvorn veginn sem var!  En því miður fyrir okkur Keflvíkinga náðum við ekki að knýja fram sigur í A-, B- og D-liðum, þar fóru allir leikirnir 1-2 fyrir Blika.  Mark A-liðsins gerði Aron Ingi Valtýsson, mark B-liðsins gerði Unnar Már Unnarsson og mark D-liðsins Bergþór Ingi Smárason.  C-liðið átti aftur á móti sérlega góðan dag og rúlluðu yfir Blika, 6-1.  Mörkin gerðu Elías Már Ómarsson 2, Guðni Friðrik Oddsson, Ási Skagfjörð Þórhallsson, Michalis Karatzis og Þorbjörn Þór Þórðarson.

Næsti leikur 5. flokks er í dag, fimmtudaginn 21. október á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði, þar sem leikið verður gegn FH.  Leikir A- og C-liða hefjast kl. 15:00 og leikir B- og D-liða hefjast kl. 15:50.