Fréttir

Knattspyrna | 8. febrúar 2006

1000 sæti á völlinn

Knattspyrnudeild hefur áskotnast 1000 sæti sem sett verða í stúkuna á leikvelli deildarinnar við Sunnubraut.  Sætin koma af Laugardalsvelli en miklar endurbætur fara nú fram á þjóðarleikvangnum í Laugardal og því fengu fjölmörg félög gömlu sætin úr stúkunni.  Með tilkomu sætanna verður hægt að leika heimaleiki Keflavíkur í Intertoto keppninni í sumar.  Kostnaður vegna sætanna og uppsetningar þeirra verður lítið meiri en því sem nemur kostnaði við að leika Evrópuleiki liðisins í sumar á útivöllum.  Þá er ekki talinn kostnaður stuðningsmanna Keflavíkur við að koma sér á völlinn, en okkar stuðningsmenn hafa fylgt liðinnu ótrúlega vel á útileiki.  ási



Það ætti að fara enn betur um fólk á Keflavíkurvelli í sumar.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)