Fréttir

Knattspyrna | 15. júlí 2007

2. flokkur áfram í bikarnum

Það má aldeilis segja að strákarnir í 2. flokki séu vaknaðir.  Á fimmtudaginn mættu þeir Haukum á Iðavöllum í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins.  Það þarf ekki mikið að segja um þennan leik, hann fór 3-1 og var sá sigur aldrei í hættu.  Högni var með tvö mörk en hann skorar í hverjum leik og Bjössi skoraði eitt og fer brátt að verða fastur senter.  Strákarnir eru að standa sig mjög vel og má geta þess að t.d voru þeir Bjössi (Sigurbjörn Hafþórsson) og Garðar Eðvaldsson að spila kvöldið áður með meistaraflokki en létu það ekki á sig fá og spiluðu allan leikinn gegn Haukum.  Á þriðjudaginn hefst síðan síðari umferðin í Íslandsmótinu og mæta strákarnir þá Fjölni.  Við sem höfum fylgst með strákunum vitum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni á góðum degi og í síðari umferðinni eru allir dagar góðir.

Einar Helgi Aðalbjörnsson


Högni og Sigurbjörn skoruðu í bikarleiknum gegn Haukum.