2. flokkur karla vann góðan 1-0 sigur á HK í fyrsta leik Íslandsmótsins á Keflavíkurvelli í gær sunnudag. Það var Ísfirðingurinn Benedikt Birkir Hauksson sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Sigurinn var mjög mikilvægur og gott start fyrir okkar menn í mótinu. HK er talið með starkasta liðið í 2. flokki. Frábært veður var á meðan leikurinn stóð yfir og léku okkar strákar vel í leiknum.