Fréttir

Knattspyrna | 19. ágúst 2005

2. flokkur efstir eftir sigur

2. flokkur karla er á sigurbraut en á miðvikudagskvöld vann liðið Stjörnuna úr Garðabæ á Iðavöllum 2-0.  Strákarnir eru nú langefstir í B-riðli með 24 stig en næstu lið eru Stjarnan og HK með 19 stig.  Það voru Heiðar Arnarsson og Davíð Örn Hallgrímsson sem skoruðu mörk Keflavíkur.  Liðið á þrjá leiki eftir og er á góðri leið með að vinna riðilinn og komast í A-riðil.

Mynd: Heiðar Arnarsson