Knattspyrna | 27. febrúar 2005
2. flokkur gerði jafntefli
2. flokkur karla gerði jafntefli við Val í Faxaflóamótinu á föstudagskvöldið í Reykjaneshöll, 1-1. Leikurinn var fjörugur og virðist Kristinn Guðbrandsson þjálfari vera að byggja upp sterkt lið sem mun láta að sér kveða í sumar. Davíð Hallgrímsson skoraði mark okkar manna og voru okkar strákar nær að bæta við mörkum þrátt fyrir að Kristinn þjálfari gæfi öllum varamönnum tækifæri á að spreyta sig í síðari hálfleik, en breiddin í hópnum er góð. Nokkrir leikmenn 2. flokks eru að banka á dyrnar hjá Guðjóni Þórðarssyni og eru þeir nokkrir þegar sterklega inn í myndinni hjá honum.