2. flokkur í nýjum ferðagöllum
2. flokkur Keflavíkur karla mætir til leiks í nýju búningasetti frá toppi til táar. Undir forystu Einars Aðalbjörnssonar fékkst nýtt ferðasett frá Puma á hópinn en það voru Sumarferðir sem gáfu drengjunum það sett og BYKO gaf öllum drengjunum Pólóboli. Þá fékk flokkurinn nýtt upphitunarsett og var það fyrirtækið Líba ehf. sem styrkti flokkinn um það. Að lokum skarta drengirnir nýju keppnissetti frá Puma. Knattspyrnudeild Keflavíkur vill færa umsjónarmönnum 2. flokks þakkir fyrir gott starf og sérstakar þakkir fá fyrirtækin sem styrkt hafa drengina fyrir átökin í sumar. Það er óskandi að betri umgjörð um flokkinn verði ekki til annars en auka ánægju þeirra af knattspyrnunni sem skili sér í betri árangri á vellinum. Strákarnir hafa æft af kappi í vetur og nú er allt klárt og er þeim óskað góðs gengis í sumar. Áfram Keflavík. ási