2. flokkur leikur á sunnudag
Komið er að lokasprettinum í Íslandsmóti 2. flokks og síðasti heimaleikur okkar stráka verður gegn Fjölni á sunnudaginn. Leikurinn átti að fara fram í dag, miðvikudag, en honum hefur verið frestað fram á sunnudag og hefst kl. 18:00. Keflavík er efst í B-deild þegar tvær umferðir eru eftir og þarf eitt stig í leiknum gegn Fjölni til að tryggja sér sæti í A-deild að ári. Síðasti leikur strákanna er á útivelli og eru andstæðingarnir þá Selfoss/Hamar/Ægir.