Fréttir

Knattspyrna | 31. mars 2005

2. flokkur tapar

2. flokkur Keflavíkur tapaði fyrir HK í Faxaflóamótinu á miðvikudagskvöld.  Leiknum lauk með sigri HK 3-4.  HK komst í 0-1 og síðar 0-3.  Keflavík náði að jafna með mörkum Davíðs Hallgrímssonar og Brynjars Magnússonar og sjálfsmarki HK-manna.  Í síðari hálfleik átti Keflavík mun meira í leiknum eð samt voru það Kópavogspiltar sem settu sigurmarkið á lokamínútunni.