Fréttir

Knattspyrna | 28. september 2011

2. flokkur varð bikarmeistari

Strákarnir í 2. flokki urðu bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Haukum/Markaregni í gær.  Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og var vel mætt á völlinn.  Það voru þeir Aron Ingi Valtýsson og Bojan Stefán Ljubicic sem komu Keflavík í 2-0 í fyrri hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn í upphafi seinni hálfleiks.  Ekki voru fleiri mörk skoruðu og Keflavík varð því bikameistari.  Þess má geta að Keflavík hefur tvisvar orðið bikarmeistari í 2. flokki en það var árin 1967 og 1973.  Við óskum strákunum og þjálfurum þeirra, Zoran Daníel Ljubicic og Hauki Benediktssyni, til hamingju með titilinn.