Fréttir

Knattspyrna | 30. apríl 2005

2. flokkur vinnur

2. flokkur karla vann í gærkvöldi, föstudaginn 29. apríl, Skagamenn í Faxaflóamótinu.  Leikið var uppi á Skaga og lauk leiknum 1-2.  Leikið var í töluverðu roki og kom það niður á gæðum leiksins.  Keflvíkingar létu rokið ekki á sig fá og unnu 1-2 og það var hinn spræki markaskorari Davíð Hallgrímsson sem skoraði bæði mörk Keflvíkinga.  Davíð hefur verið iðinn við markaskorun í vetur og skoað mikið af mörkum.  Og það sem best er, hann hefur reglulega verið að skora en það er mikill kostur. ási