Fréttir

Knattspyrna | 10. febrúar 2005

2. flokkur vinnur FH

2. flokkur karla gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi, miðvikudag, og vann FH í Reykjaneshöll 4-2 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í upphafi leiks.  Mörk Keflvíkinga skoruðu Brynjar Magnússon, Garðar Sigurðsson og Davíð Hallgrímsson skoraði 2 mörk.  Að sögn Kristins Guðbrandssonar, þjálfara drengjanna, sýndu þeir mjög góðan leik í gær. ási