Fréttir

Knattspyrna | 17. febrúar 2005

2. flokkur vinnur Reyni Sandgerði

2. flokkur karla gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi, miðvikudag, og vann meistaraflokk Reynis í Sandgerði 3-0 í Reykjaneshöllinni.  Davíð Hallgrímsson skoraði tvö mörk, annað úr víti sem hann fiskaði sjálfur.  Bjarki Frímannsson skoraði þriðja markið.  Í hálfleik var nánast skipt um lið hjá Keflavík en það virtist ekki hafa mikil áhrif á leik liðsins.  Að sögn Kristins Guðbrandssonar er liðið á réttri leið og breiddin stöðugt að aukast.  Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Keflavík en eins og kunnugt er ákváðum við að slíta samstarfinu við Njarðvík um sameiginlegan 2. flokk.  Sú ákvörðun var ekki létt enda höfðu Njarðvíkingar lagt sig fram í samstarfinu og ekkert upp á þá að klaga.  Ákvörðunin var fyrst og síðast knattspyrnulegs eðlis, liðið virðist á réttri leið og það styrkir okkur í þeirri trú að við höfum breytt rétt í þessu máli. ási