Fréttir

3. flokkur á Gothia Cup
Knattspyrna | 26. júlí 2022

3. flokkur á Gothia Cup

Í síðustu viku tók 3. flokkur karla þátt í Gothia Cup sem er eitt stærsta fótboltamót í Evrópu.  Í ár voru 1603 lið á mótinu frá 59 löndum og spilaðir voru 4131 leikir víðsvegar um Gautaborg.  Keflavík sendi 2 lið til keppninnar í 11 manna bolta, eitt á eldra ári ( drengir f. 2006) og eitt á yngra ári ( drengir f. 2007).  

Eldra árið vann sinn riðil örugglega en þeir voru í riðli með Rimbo IF og Storvreta IK frá Svíþjóð og Lilleström frá Noregi.  Þeir komust þá í  32- liða A úrslit þar sem þeir duttu út naumlega á móti KA.  Þess má geta að 166 lið frá 23 löndum spiluðu í þessum aldursflokki.

Yngra árið lenti í 3. sæti í sínum riðli en þeir voru í riðli með Lunds BK1, IFK Haninge frá Svíþjóð og TSV Altenholtz 1 frá Þýskalandi.  Þeir fóru þá í 32 liða B-úrslit þar sem þeir unnu Víking örugglega 6-0 og spiluðu í 16 liða úrslitum gegn Marsta Ik frá Svíþjóð.  Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Svíarnir höfðu betur.  Þess má geta að í þessum aldursflokki spiluðu 207 lið frá 21 landi.

Það er ómetanlegt ævintýri að taka þátt í svona stóru ævintýri sem þeir hafa beðið lengi eftir.  Drengirnir stóðu sig frábærlega innan vallar sem og utan og voru félaginu sínu til mikils sóma.  Það er óhætt að segja að þetta mót er mjög skemmtilegt og drengirnir skemmtu sér einnig vel og fóru meðal annars í Tívolí, Gokart og auðvitað í búðir.  Hér eru svo sannarlega á ferðinni frábærir drengir sem eiga bjarta framtíð fyrir höndum.

Þjálfarar flokksins eru þeir Ragnar Steinarsson og Sigurbegur Elísson sem fylgdu þeim ásamt öflugum fararstjórum, þeim Ragnhildi, Svavari, Írisi Dröfn og Kristjáni.

Instagram síða flokksins  keflavik_3flokkur en hægt er að sjá ýmislegt þar  frá ferðinni og í highlights.

 

Myndasafn