3. flokkur áfram í bikarnum
Piltarnir í 3. flokki léku gegn ÍR í 1. umferð bikarkeppninnar á ÍR-velli s.l. föstudag. Keflvíkingar áttu arfaslakan fyrri hálfleik og voru undir í hálfleik 2-1 eftir að Viktor Guðnason hafði komið okkur í 0-1. Piltarnir vöknuðu svo um munaði í seinni hálfleik og sigruðu mjög sannfærandi 2-5. Mörkin í síðari hálfleik gerðu Helgi Eggertsson, Einar Orri Einarsson, Þröstur Jóhannsson og Fannar Þór Sævarsson. Keflvíkingar urðu fyrir nokkrum skakkaföllum í þessum leik; í upphafi leiks fór Einar Trausti Einarsson meiddur af leikvelli og verður pilturinn frá í nokkrar vikur, sem er mjög slæmt mál fyrir liðið þar sem pilturinn var að komast í hörku form eftir að hafa verið meira og minna frá vegna meiðsla s.l. 2 ár. Um miðjan síðari hálfleik fékk svo Arnþór Elíasson sitt annað gula spjald og því rautt. Góður sigur hjá piltunum og næsti leikur í bikarnum verður gegn Þrótti í Laugardalnum mánudaginn 27. júní.