Fréttir

Knattspyrna | 21. ágúst 2005

3. flokkur í bikarúrslit

Stúlkurnar í 3. flokki eru komnir í úrslitaleik bikarkeppninnar eftir stórsigur á FH á föstudagskvöldið.  Veður var ekki beint heppilegt til knattspyrnuiðkunar á meðan leikurinn fór fram, hellirigning og hávaðarok gerðu liðunum lífið leitt.  Okkar stúlkur létu veðrið ekki á sig fá, mættu grimmar til leiks og unnu ótrúlegan 11-0 sigur á Hafnfirðingum! 

Liðið mætir því Breiðablik í úrslitaleik bikarsins og fer hann fram á Ásvöllum í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. september kl. 17:00.  Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn og óskum þeim góðs gengis í úrslitaleiknum.

3. flokkur, Keflavík - FH: 11-0 (Helena Rós Þórólfsdóttir 6., 55., Eva Kristinsdóttir 10., 48., Andrea Ósk Frímannsdóttir 16., 68., Birna Marín Aðalsteinsdóttir 20., 22., Karen Sævarsdóttir 27., Rebekka Gísladóttir 64., Sonja Sverrisdóttir 80.)

Keflavík:
Anna Rún Jóhannsdóttir (Ingey Arna Sigurðardóttir 60.) - Bergþóra Sif Vigfúsdóttir, Helga Maren Hauksdóttir, Rebekka Gísladóttir, Ingibjörg Björnsdóttir (Jóna Stefánsdóttir 65.) - Birna Marín Aðalsteinsdóttir (Fanney Kristinsdóttir 71.), Eva Kristinsdóttir, Hildur Haraldsdóttir (Sonja Sverrisdóttir 60.) - Helena Rós Þórólfsdóttir, Andrea Ósk Frímannsdóttir, Karen Sævarsdóttir (Karen Herjólfsdóttir 70.)

Myndir: Jón Örvar Arason