3. flokkur karla á USA Cup!
Laugardaginn 16. júlí halda piltarnir í 3. flokki karla til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Minneapolis, þar sem þeir taka þátt í Schwan´s USA Cup. Mótið er mjög stórt, en áætlað er að um 30.000 keppendur taki þátt í mótinu og er þetta í fyrsta sinn sem Keflavík sendir lið á þetta árlega mót. Það eru 15 piltar ásamt farastjórum og þjálfara sem fara í þessa draumaferð. Mótið hefst á mánudaginn og leika Keflavíkurpiltar 3 leiki í riðlakeppninni en piltarnir leika í flokki "U-16 Trophy". Leikir Keflavíkur í riðlakeppninni eru sem hér segir:
Monday
13:00
KCFC Gunners /color>
Tuesday
08:30
Milwaukee Sport Club /color>
Wednesday
11:30
Blaine Wildcats
/color>Allar upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu mótsins, slóðin er: http://usacup.com/
Reynt verður að gera mótinu skil hér á heimasíðu Keflavíkur.