3. flokkur karla að gera það gott í Ameríku
Drengirnir í 3. flokki eru þessa dagana í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Minnesota þar sem þeir taka þátt í risastóru móti, USA Schwans Cup. Keppendur á mótinu eru um 14000 og koma frá 18 löndum. Þetta er í annað sinn sem Keflavík sendir lið á þetta mót en sumarið 2005 fór 3. flokkur karla á sama mót. Keflavík spilar í flokki U16 og hafa spilað þrjá leiki í mótinu og lokið sínum leikjum í riðlakeppninni. Piltarnir hafa unnið alla sína leiki og eru þ.a.l. komnir í 8 - liða úrslit.
Úrslit leikjanna voru sem hér segir, markaskorarar í sviga:
Keflavík - CSC Rangers 2 - 1 (Bojan og Sigurbergur)
Keflavík - St Paul Blackhawks 4 - 0 (Gauti, Sigurbergur, Hákon og Birgir)
Keflavík - RYSA Scorpions 3 - 2 (Bojan, Sigurbergur og Þórður)
Drengirnir spila svo í dag (föstudag) í 8 liða úrslitum, ef þeir sigra spila þeir síðar um daginn í undanúrslitum.
Við sendum piltunum baráttukveðjur vestur um haf með ósk um gott gengi.
Ýmsar slóðir með nánari upplýsingum um mótið:
Úrslit leikja Keflavíkur frá heimasíðu mótsins.
Heimasíða mótsins.
Bloggsíða 3. flokks Keflavíkur sem hefur að geyma frásagnir frá mótinu.