Fréttir

Knattspyrna | 30. júní 2004

3. flokkur kominn af stað

3. flokkur karla lék um helgina gegn Fylki í Íslandsmótinu, fyrir leikinn höfðu Keflvíkingar 4 stig eftir 4 leiki en Fylkismenn höfðu leikið fjóra fyrstu leikina án þess að tapa stigi og voru með kunnuglega markatölu, 14-2.  Það er skemmst frá því að segja Keflvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og unnu sannfærandi sigur 7-2.  Það var Helgi Eggertsson sem skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu.  Tíu mínútum síðari bætti Björgvin Magnússon við marki og hófst þá furðulegur kafli í leiknum.  Fylkir minnkaði muninn á 15. mínútu.  Mínútu síðar komust Keflvíkingar í 3-1 með marki frá Einari Orra Einarssyni.  Það liðu síðan tvær mínútur þar til Keflvíkingar voru komnir í 4-1 og var það Þorsteinn Þorsteinsson sem skoraði markið.  Aftur liðu ekki nema tvær mínútur þar til boltinn lá í markinu hjá Fylkismönnum og nú var það Garðar Eðvaldsson sem sá um að skora markið.  Staðan var orðin 5-1 eftir aðeins 20. mínútur!  Eftir þetta róaðist leikurinn og undir lok fyrri hálfleiksins náðu Fylkismenn að minnka muninn í 5-2 með marki úr vítaspyrnu.  Keflvíkingar voru mun sterkari en Fylkismenn í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk.  Fyrst skoraði Einar Orri Einarsson úr vítaspyrnu og síðasta orðið í leiknum átti Natan Freyr Guðmundsson þegar hann skoraði gott mark á 62. mínútu.  Frábær sigur hjá strákunum.
 
Byrjunarlið: Þröstur Leó Jóhannsson, Theodór Kjartansson, Natan Freyr Guðmundsson, Björgvin Magnússon, Helgi Eggertsson, Garðar Eðvaldsson, Gísli Gíslason, Bjarki Frímannsson,  Einar Orri Einarsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Viktor Guðnason.
Varamenn: Vilhjálmur Cross Birnisson, Fannar Óli Ólafsson, Ari Haukur Arason og Magnús Þórir Matthíasson.