3. flokkur kvenna á Gothia Cup
3. flokkur kvenna tekur þátt í Gothia Cup eins og strákarnir í 4. flokki. Eitthvað fór það fram hjá ritara en er bætt úr þvi hér með. Við sendum stelpunum baráttukveðjur og okkar bestu óskir um góða skemmtun.
Við látum hérna fljóta með mynd af hópnum á leið í Liseberg tivolíið í Gautaborg.
Glæsilegur hópur.