3. flokkur kvenna í bikarúslitum
3. flokkur kvenna leikur til úrslita í Bikarkeppni KSÍ á móti Breiðabliki á Ásvöllum í kvöld kl. 17.30. Breiðablik eru nýkrýndir Íslandsmeistarar svo við ramman reip verður að draga. Stúlkurnar okkar eru staðráðnar í því að standa sig en þær unnu annan leikinn á móti Breiðabliki í sumar 2-1 í Kópavogi og Blikar sigrðu í Keflavík 3-1. Það getur því allt gerst og hvetjum við stuðningsmenn Keflavíkur að fjölmenna á völlinn.
Frá undanúrslitaleiknum gegn FH sem Keflavík vann 11-0.
(Mynd: Jón Örvar Arason)