Fréttir

Knattspyrna | 11. september 2009

3. flokkur leikur til úrslita

Hinn öflugi 3. flokkur Keflavíkur er kominn í úrslitaleik Íslandsmótsins og leikur gegn Fjölni sunnudaginn 13. september.  Leikurinn fer fram á heimavelli Fjölnismann og hefst kl. 12:00.  Síðar um daginn leikur meistaraflokkur í undanúrslitum VISA-bikarsins og það er því upplagt fyrir Keflvíkinga að mæta fyrst í Grafarvoginn og styðja ungu piltana okkar.

Strákarnir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á Haukum í undanúrslitum á Sparisjóðsvellinum.  Eyþór Ingi Einarsson kom Keflavík yfir í fyrri hálfleik og Arnór Ingvi Traustason bætti svo tveimur mörkum við í þeim seinni.  Liðið er þar með komið í leik um Íslandsmeistaratitilinn en liðið varð einmitt bikarmeistari um síðustu helgi.