3. flokkur til fyrirheitna landsins
Þann 26. júlí mun 3. flokkur kvenna halda til Englands, nánar til tekið til Liverpool þar sem þær munu taka þátt í Liverpool & Knowsley knattspyrnumótinu þar í borg. Stelpurnar munu dvelja úti í vikutíma og meðal annars skella sér í skoðunarferðir á Anfield Road og Old Trafford. Einnig verður farið á Reebok Stadium, heimavöll Bolton og horft á heimamenn taka á móti Oldham.