4. flokkur drengja ReyCup meistarar 2007
4. flokkur drengja hefur undanfarna fjóra daga verið að spila á ReyCup og staðið sig frábærlega bæði innan vallar og utan. B-liðið endaði keppni í 7. til 8. sæti. Liðið gerði jafntefli við Grindavík og deilir því sæti með nágrönnum okkar. A-liðið okkar gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið eftir mjög spennandi úrslitaleik á móti Herfolge Boldklub frá Danmörku. Leikurinn fór 1-0 þar sem Lukas skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á honum sjálfum. Óskum við strákunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Sigurlið Keflavíkur á ReyCup.