Fréttir

Knattspyrna | 21. júlí 2003

4. flokkur karla - Toppslagur gegn Stjörnunni í dag

Í dag, mánudaginn 21. júlí, taka Keflavíkurpiltar á móti Stjörnunni í toppslag B-riðils Íslandsmóts 4. flokks.  Stjörnupiltar hafa sigrað í öllum sínum leikjum og virðast vera með feykisterkt lið. Keflavíkurpiltar hafa einnig staðið sig vel, 3 sigrar og 2 jafntefli. Leikurinn í dag er því gríðarlega þýðingarmikill fyrir Keflavík og ekkert annað en sigur kemur til greina, ætli liðið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Leikur A-liðsins hefst kl. 17:00 á Iðavöllum.  Leikur B-liðsins hefst strax á eftir eða um kl. 18:30.  Bæði lið eru um miðja deild og ætti því að vera um jafnan og skemmtilegan leik að ræða.  Fjölmennum á völlinn. ÁFRAM KEFLAVÍK!!