4. flokkur kvenna á leið til fyrirheitna landsins
Mánudaginn 25. júlí mun 4. flokkur kvenna halda til Liverpool og taka þar þátt í knattspyrnumóti sem ber hið skemmtilega nafn, Liverpool-Knowsley International Youth Soccer Tournament. Stelpurnur ásamt fararstjórum munu dvelja ytra í vikutíma. Reynt verður að koma með fréttir af gangi mála á heimasíðuna okkar og eins á bloggsíðu yngri flokka stúlkna. Eins er hægt að fylgjast með gangi mála á heimasíðu keppninnar en þar munu öll úrslit birtast sem og myndir og annað frá mótinu.