4. flokkur kvenna á ReyCup
4.flokkur stúlkna tók þátt í ReyCup mótinu um helgina sem fram fór í Laugardal á vegum Þróttar R. og ÍT ferða. Mót þetta var í alla staði nokkuð gott. Samt var einn galli á gjöf Njarðar; ekki var um sér A-liðs eða B-liðs keppni að ræða heldur var öllum þessum liðum raðað í einn pott og síðan dregið í tvo riðla. Það vita allir sem fylgjast með fótbolta að svona vitleysa, að láta B-lið spila gegn A-liðum, þýðir ekki nema eitt, stórar lokatölur sem varð líka raunin. Okkar stelpur sem voru í B-liði eiga virkilega gott hrós fyrir þeirra baráttu gegn þeim A-liðum sem að þær spiluðu gegn.
Úrslit leikja:
Lið sem merkt eru 1 eru A-lið og 2 eru B-lið:
Keflavík 1 - Þróttur 1: 6 - 0
Keflavík 2 - Valur 1: 0 - 8
Keflavík 1 - Fylkir 2: 10 - 1
Keflavík 2 - Fylkir 1: 8 - 0
Keflavík 1 - Valur 2: 12 - 0
Keflavík 2 - Þróttur 2: 0 - 3
Keflavík 1 - Tindastóll 2: 4 - 1
Keflavík 2 - Tindastóll 1: 1 - 1
Undanúrslit hjá Keflavík 1:
Keflavík 1 - Fylkir 1: 0 - 3
Leikur um 3. sæti:
Keflavík 1 - Þróttur R. 1: 3 - 1
Leikur um 9. sæti:
Keflavík 2 - Valur 2: 2 - 4
Markaskorarar á mótinu:
Helena Rós Þórólfsdóttir: 15
Fanney Kristinsdóttir: 7
Freyja Hrund Marteinsdóttir: 5
Laufey Ósk Andrésdóttir: 3
Íris Björk Rúnarsdóttir: 2
Guðrún Ólöf Olsen: 2
Rebekka Gísladóttir: 1
Zohara Kristín Moukkhliss: 1
Sjálfsmark: 1
Þess má geta að Keflavíkurstelpur skoruðu flest mörk allra liða á mótinu.
Stúlka mótsins: Rebekka Gísladóttir
Elís Kristjánsson þjálfari skrifar