Fréttir

Knattspyrna | 11. júlí 2009

4. flokkur kvenna í Bolungarvík

Lið Keflavíkur í 4. flokki kvenna spilaði gegn BÍ/Bolungarvík á Skeiðisvelli í Bolungarvík í dag.  Stúlkurnar stóðu sig ljómandi vel en töpuðu þó 3 - 0 (1-0).  Stelpurnar keyrðu vestur í gær og tók ferð þeirra aðeins um 9 tíma, en stúlkurnar skemmtu sér ljómandi vel ! 
Leikurinn var kl. 12:00 í dag og héldu stúlkurnar strax heim á leið að leik loknum.  Meðfylgjandi myndir tók Gunnar MJ á einu fallegasta knattspyrnuvallarstæði landsins, á Skeiðisvelli í Bolungarvík.