Fréttir

Knattspyrna | 31. júlí 2003

4 sigrar á Hlíðarendapiltum í 5. flokki karla

Keflavíkurpiltar í 5. flokki gerðu góða ferð að Hlíðarenda í gær, miðvikudag.  Liðið lék gegn Valspiltum á Íslandsmótinu B-riðli.  A-liðið sigraði 4 - 0 með þremur mörkum frá Ingimari Rafni Ómarssyni og einu frá Sindra Þrastarsyni.  B-liðið vann sinn leik 6 - 2 og gerði Sigurbergur Elísson 4 mörk, Bojan Ljubicic gerði eitt og varnarjaxlinn Arnar Guðjón Skúlason brá sér í sóknina og gerði eitt mark.  C-liðið sigraði einnig 6 - 2 og þar var Bergþór Pálsson í miklum ham og gerði 3 mörk, þar af eitt með glæsiskoti beint úr aukaspyrnu, Pálmar Sigurpálsson gerði 2 og Trausti Örvar Jónsson setti eitt.  D-liðið sigraði 5 - 2, mörkin gerðu Andri Daníelsson 2, Ingvar 2 og Aron Ingi Valtýsson. 

C- og D-liðin hafa lokið keppni á Íslandsmótinu í ár og lauk D-liðið keppni með fullu húsi stiga.  Þeir eru því Íslandsmeistara D-liða í B-riðli.  Til hamingju með það piltar.  C-liðið er sem stendur í 2. sæti riðilsins en önnur lið eiga enn eftir að leika.  A- og B-liðin eiga eftir einn leik gegn Breiðabliki 2 en sá leikur fer fram mánudaginn 11. ágúst.  Keflavík á enn veika von um sæti í úrslitakeppninni en 3 efstu liðin í riðlinum komast í úrslit, lögð eru saman stig A- og B-liða.