Fréttir

Knattspyrna | 3. júlí 2010

5. flokkur drengja á N1 mótinu á Akureyri

5. flokkur drengja stóð sig frábærlega á N1-mótinu á Akureyri og voru félagi sínu til mikils sóma. 

Þeir unnu Sveinsbikarinn sem er til minningar um Svein Brynjólfsson fyrrum formann knattspyrnudeildar KA. 
Þetta eru ein eftirsóttustu verðlaun N1-mótsins og eru til marks um prúðustu framkomu innan vallar sem utan, í matsal og skólum.

Tómas Óskarsson datt í lukkupottinn og vann plakat af sér á lokahófinu.

Við óskum þeim til hamingju með það.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru þeir Þorbjörn, Brynjar Bergmann, Andri Már og Haukur Ingi sem veittu verðlaununum móttöku.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tómas með myndina góðu og strákarnir á verðlaunapalli (tekið af vef N1 mótsins)