Fréttir

Knattspyrna | 4. júlí 2007

5. flokkur karla á N1 móti KA

Stærsta mót sumarsins hjá piltunum í 5. flokki fer fram á Akureyri dagana 4. - 7. júlí, N1 mótið (hét áður Essómótið). Það eru 35 piltar sem fara norður ásamt fararstjórum og miklum fjölda foreldra/forráðamanna. Keflavík sendir 4 lið á mótið í ár A, B, C og D lið. Piltarnir eiga án efa eftir að skemmta sér vel jafnt innan sem utan vallar og vera félagi sínu til sóma. Við sendum piltunum baráttukveðjur með ósk um gott gengi og góða skemmtun. Fréttir af mótinu, úrslit og fleira má nálgast á heimasíðu mótsins sem má finna HÉR. Einnig verður reynt að gera mótinu skil hér á Keflavíkursíðunni með fréttum og myndum. ÁFRAM KEFLAVÍK!!