5. flokkur kvenna á Símamóti Breiðabliks
5. flokkur kvenna er núna á Símamóti Breiðabliks. Það er gaman að segja frá því að Keflavík hefur aldrei sent jafn fjölmennan hóp frá 5. flokki kvenna á þetta mót. Við sendum þeim baráttukveðjur og okkar bestu óskir um góða skemmtun.
Þess má geta að í dag var Íris Ósk Hilmarsdóttir valin í Pressuliðið sem keppir á móti Landsliði mótsins.