Fréttir

Knattspyrna | 11. ágúst 2003

5. Flokkur pilta í dag: KEFLAVÍK - BREIÐABLIK2

Keflavíkurpiltar leika í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Íslandsmótsins í ár. Leikið verður gegn Breiðabliki 2. Leikur A - liðsins hefst kl. 17:00 og leikur B - liðsins hefst kl: 17:20, leikið verður á Iðavöllum. Keflavík á veika von um sæti í úrslitakeppninni, en til að það megi takast þurfa báðir leikirnir að vinnast í dag ásamt því að önnur úrslit þurfa að vera okkur hagstæð. Allir á völlinn. ÁFRAM KEFLAVÍK !!