Fréttir

Knattspyrna | 6. september 2005

5. flokkur Suðurnesjameistarar

Suðurnesjamót 5. flokks átti að fara fram í Keflavík s.l. fimmtudag en gátum við Keflvíkingar því miður ekki boðið upp á leikvöll.  Grannar okkar í Njarðvík komu okkur til hjálpar og lánuðu okkur völlinn sinn og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.  Keflavík var með 5 lið í mótinu; eitt A-lið, tvö B-lið og tvö C-lið.  Keflavík stóð sig mjög vel á mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar í keppni A- og C liða.  Úrslit leikja Keflavíkur voru sem hér segir:

A-lið:
Keflavík - Reynir/Víðir: 4-1
Keflavík - Grindavík: 3-2
Keflavík - Þróttur Vogum: 5-0
Keflavík - Njarðvík: 0-1

Hér var um gríðarlega jafna keppni að ræða þar sem Keflavík, Njarðvík og Grindavík voru öll með 9 stig en Keflavík hafði betur á hagstæðustu markatölunni.

B-lið:
Keflavík1 - Njarðvík: 0-1
Keflavík1 - Grindavík: 0-3
Keflavík1 - Reynir/Víðir: 0-2
Keflavík2 - Njarðvík: 0-1
Keflavík2 - Grindavík: 2-3
Keflavík2 - Reynir/Víðir: 1-5
Keflavík1 - Keflavík2: 6-3

Grindavík sigraði í keppni B-liða en okkar menn áttu slakan dag og ráku lestina.

C-lið:
Keflavík1 - Njarðvík: 3-3
Keflavík1 - Grindavík: 2-0
Keflavík1 - Reynir/Víðir: 2-0
Keflavík2 - Njarðvík: 1-1
Keflavík2 - Grindavík: 3-1
Keflavík2 - Reynir/Víðir: 1-1
Keflavík1 - Keflavík2: 3-1

Keflavík1 sigraði keppni C - liða og Keflavík2 varð í 3. sæti.


Suðurnesjameistarar A-liða, Keflavík. 

Efri röð frá vinstri: Sævar Freyr Eyjólfsson, Eyþór Ingi Einarsson,
Davíð Guðlaugsson og Andri Daníelsson. 

Neðri röð frá vinstri: Ragnar Gerald Albertsson, Eyþór Ingi Júlíusson,
Daníel Gylfason, Lukkupollinn og Aron Ingi Valtýsson.


Suðurnesjameistarar B-liða, Grindavík.


Suðurnesjameistarar C-liða, Keflavík. 

Efri röð frá vinstri: Bergþór Ingi Smárason,
Ellert Björn Ómarsson og Elías Már Ómarsson. 

Neðri röð frá vinstri: Samúel Kári Friðjónsson, Daði Már Jónsson,
Sigurður Jóhann Sævarsson og Njáll Skarphéðinsson. 

Fremst er fyrirliðinn Jenný María Unnarsdóttir.