5. flokkurinn komst áfram
Úrslitakeppni 5. flokks pilta fer fram nú um helgina og spiluðu okkar strákar gegn Stjörnunni í morgun og komust áfram úr sínum riðli. A-liðið vann sinn leik 3-2; Sigbergur Elísson skoraði tvö mörk og það var síðan Baldur Guðjónsson sem skoraði sigurmarkið eftir glæsilegan einleik upp allan völl. Með þessum sigri voru strákarnir komnir upp úr riðlinum og bar leikur B-liðsins þess merki að hann skipti í raun ekki máli. Hann tapaðist líka 1-5 en Aron Ingi Valtýsson setti markið.
Strákarnir eru nú komnir í krossspil gegn liði úr hinum riðlinum sem leikur í Reykjavík um helgina. Liðin sem komast upp úr þessu krossspili leika síðan til undanúrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn tveimur liðum sem komast áfram úr tveimur riðlum sem leiknir eru á Sauðárkróki. Keflavík leikur gegn Fram síðar í dag; leikur B-liðsins er kl. 16:30 en A-liðin mætast kl. 17:30.