Fréttir

Knattspyrna | 29. júlí 2003

50 % árangur gegn Stjörnunni í 5. flokki karla

Keflavík lék í gær, mánudag, gegn Stjörnunni á Íslandsmótinu í 5. flokki karla.  Leikið var á Iðavöllum.  A- og C-liðin áttu mjög dapran dag og töpuðu 0 - 3 (A) og 0 - 4 (C).  B- og D-liðunum gekk öllu betur.  B-liðið sigraði 6 - 3, mörkin gerðu Sigurbergur Elísson 4 og Bojan Ljubicic 2.  D-liðið var í miklum markaham og sigraði 10 - 2, mörkin gerðu Ragnar Gerald Albertsson 3, Andri Daníelsson 3, Aron Ingi Valtýsson 2 og Elías Már Ómarsson 2.