6. flokks mót
Laugardaginn 29. október fer fram stórmót í knattspyrnu hjá 6. flokki karla. Mótið fer fram í Reykjaneshöll og hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 18:00. Fólk er hvatt til þess að kíkja við í Höllinni og sjá skemmtileg tilþrif. Hér að neðan eru skjöl sem hafa að geyma nánari upplýsingar um mótið.