6. flokks mót Njarðvíkur
6. flokks (9 og 10 ára piltar) mót Njarðvíkur fór fram í Reykjaneshöllinni sunnudaginn 3. apríl. Það voru 32 lið sem voru mætt til leiks frá 7 félögum eða um 280 keppendur. Þátttökulið voru: Keflavík, Njarðvík, Reynir/Víðir, Grindavík, FH, Grótta og Selfoss. Það var mikið líf í Höllinni og stóðu Keflavíkurpiltar sig afburðarvel í mótinu.
Keflavík sendi 6 lið til leiks og var árangur þeirra sem hér segir:
Argentíska Deildin:
Keflavík var með eitt lið í þessari "sterkustu" deild. Piltarnir stóðu sig frábærlega og sigruðu alla sína 5 leiki í mótinu. Í úrslitaleik lögðu þeir Hafnarfjarðarpilta úr FH að velli í hörkuleik, 4 - 2.
Brasilíska Deildin:
Keflavík var með 2 lið í þessari deild.
Keflavík1 gerði jafntefli 3 - 3 við FH1 í undanúrslitaleik, en piltarnir urðu að gera sér það að góðu að spila um 3. sætið þar sem FH komst í 3 - 2 og töldust því sigurvegarar á 3ja marki skoruðu á undan. Keflavík náði svo 3. sætinu með því að gera jafntefli við FH2, 2 - 2, en þar komust okkar piltar í 2 - 1 og þar með var 3. sætið þeirra.
Hitt Keflavíkurliðið endaði í 7. sæti.
Chile Deildin:
Keflavík var með eitt lið í þessari deild og fór liðið alla leið í úrslitaleikinn þar sem piltarnir áttu því miður slakan leik og luti í grasi fyrir Gróttu 2 - 0. Piltarnir höfðu unnið þetta Gróttu lið í riðlakeppninni 1 - 0.
Danska Deildin:
Keflavík var með 2 lið í þessari deild og fór annað liðið í úrslitaleikinn gegn FH en töpuðu þar með minnsta mun 3 - 2 í miklum spennuleik. Hitt Keflavíkurliðið endaði í 7. sæti.
Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á mótinu:
Axel Pálmi Snorrason, fyrirliði Keflavíkur, tekur hér við bikarnum úr höndum
Þórðar Karlssonar, sem er án efa einn af eftirminnilegustu kantmönnum
sem Keflavík hefur átt.
... og svo er bikarnum lyft á loft!
Sigurlið Keflavíkur í Argentínsku deildinni ásamt þjálfara.
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar, leggið nöfnin á minnið!!
Efri röð frá vinstri: Samúel Kári Friðjónsson, Björn Elvar
Þorleifsson, Ási Skagfjörð Þórhallsson og Ívar Gauti Guðlaugsson.
Neðri röð frá vinstri: Elías Már Ómarsson, Axel Pálmi Snorrason,
Eyþór Guðjónsson og Ólafur Ingvi Hansson.