Fréttir

Knattspyrna | 23. júní 2004

6. flokkur á leið á Shellmótið

Það var margt um manninn við sundlaugarkjallarann í morgun um kl. 9:00.  Þá hélt fríður hópur pilta, ásamt fjölda foreldra, frá Keflavík á Shellmótið í Vestmannaeyjum.  Þetta er einn stærsti íþróttaviðburður landsins hjá yngri kynslóðinni og sannkallað ævintýri framundan hjá piltunum.  Mótið hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag.  Hægt er að fylgjast með úrslitum og fréttum frá mótinu á heimasíðu mótsins.  Einnig munum við hér á síðunni reyna að koma með fréttir og myndir frá mótinu.