Fréttir

Knattspyrna | 25. júní 2003

6. Flokkur á Shellmótið í Eyjum!

6. flokkur pilta heldur til Vestmannaeyja í dag til keppni á Shellmótinu. Þetta árlega mót er sannkallað ævintýri fyrir piltana. Mótið er alveg einstakt og mótshöldurum í Eyjum til mikils sóma. Það verða 34 piltar sem fara með Herjólfi í kvöld og hefst keppni svo á morgun, fimmtudag. Við munum reyna að fylgjast með gengi piltana hér á síðunni en einnig er hægt að fara inn á heimasíðu mótsins en þar er að finna öll úrslit ásamt fjölda mynda og frétta frá mótinu. Piltunum sendum við baráttukveðjur og ósk um gott gengi. Áfram Keflavík!