Fréttir

Knattspyrna | 20. ágúst 2004

6. flokkur B í úrslitum Pollamóts

Úrslitakeppni Pollamóts KSÍ fer fram nú um helgina.  Undankeppni var haldin fyrr í sumar og tryggði B-lið Keflavíkur sér sigur í sínum riðli, sem haldinn var á Akranesi, og þar með þátttöku í úrslitakeppninni.  Úrslitakeppnin fer fram á Selfossi og verður leikið á laugardag og sunnudag.  Leikir Keflavíkur eru sem hér segir:

Laugardagur:
Kl. 12:20 Keflavík - Víkingur
Kl. 15:00 Keflavík - Breiðablik2

Sunnudagur:
Kl. 12:20 Keflavík - ÍA

Í úrslitakeppninni leika 8 lið í 2 riðlum.  Efstu lið riðlanna leika svo um 1. sætið, liðin í 2. sæti riðlanna leika um 3. sætið o.s.frv.
Úrslitaleikirnir um sætin verða leiknir eftir hádegi á sunnudeginum.

Sjá nánar:
Riðlakeppnin á KSI.is
Leikir um sæti á sunnudeginum

ÁFRAM KEFLAVÍK!!