8. flokks æfingar að hefjast
|
Nú eru knatttspyrnuæfingarnar hjá þeim allra yngstu að hefjast á ný, á vegum knattspyrnudeildar Keflavíkur. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2002 og 2003.
Á æfingunum verður lögð áhersla á heildarþroska barnsins, jafnt andlegan sem líkamlegan, eflingu félagsþroska ásamt aukinni hreyfifærni. Boltaæfingar, leikir og hreyfiþroskaæfingar verða í fyrirrúmi. Æskilegt er að foreldrar mæti með börnum sínum á æfingarnar.
Æfingatími: Þriðjudagar í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
ü Hópur 1: kl. 17:30 - 18:15
ü Hópur 2: kl. 18:15 – 19:00
Æfingatímabil: Fyrsta æfing 2. okt, síðasta æfing 11. des.
Innritun: Skráning í K-Húsinu v/Hringbraut föstudaginn 28. sept. kl. 16:00 – 18:00. Mikilvægt að ganga frá skráningu áður en æfingar hefjast.
Athugið að þátttakendafjöldi í hópana er takmarkaður.
Gjald: 4000 kr. Allir þátttakendur fá gjöf í lok námskeiðisins.
Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson íþróttakennari/íþróttafræðingur.
S: 899-7158
ÁFRAM KEFLAVÍK !!!