Fréttir

8. flokks æfingar að hefjast
Knattspyrna | 15. september 2013

8. flokks æfingar að hefjast

Nú eru knattspyrnuæfingarnar hjá þeim allra yngstu að hefjast á ný. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2008 og 2009. Í ár, eins og í fyrra, verða tvær æfingar á viku í boði, annars vegar í Reykjaneshöll og hins vegar í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Í boði er að sækja báðar æfingar eða einungis aðra æfinguna. 
Þrátt fyrir að þetta séu kallaðar "fótboltaæfingar" þá eru æfingarnar byggðar upp með leikjum, stöðvaþjálfun og fjölbreyttum æfingum sem gefur barninu jákvæða reynslu af skemmtilegri og innihaldsríkri hreyfingu. 


Æfing í íþróttahúsinu við Sunnubraut (æfing 1): 
Þessar æfingar eru eins konar "íþróttaskóli" með áherslu á knattspyrnu. Á æfingunum verður lögð áhersla á heildarþroska barnsins, jafnt andlegan sem líkamlegan, eflingu félagsþroska ásamt aukinni hreyfifærni. Boltaæfingar, leikir og þrautabrautir verða í fyrirrúmi. Æskilegt er að foreldrar/forráðamenn mæti með börnum sínum á æfingar.

ÆfingatímiÞriðjudagar, íþróttahúsinu við Sunnubraut, kl. 17:35 - 18:30
ÆfingatímabilFyrsta æfing 24. september, síðasta æfing 3. desember.


Æfing í Reykjaneshöll (æfing 2):
Á þessum æfingum verður knattspyrnan í fyrirrúmi. Tækniæfingar með bolta, leikir og spil.
Þessar æfingar eru sérstaklega ætlaðar fyrir börn sem eru með mikinn fótboltaáhuga.

Æfingatími: Föstudagar í Reykjaneshöll, kl. 17:15 - 18:00
Æfingatímabil: Fyrsta æfing föstudaginn 27. sept, síðasta æfing 6. des.


Stefnt verður á að halda lítið mót í Reykjaneshöll á tímabilinu, þ.e. ef næg þátttaka liða fæst.


Innritun
Sendið skráningu á neðangreint netfang með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn barns:
Kennitala barns:
Nafn foreldra/forráðamanna:
GSM foreldra/forráðamanna:

Skrá barnið á:
___ Æfingu 1 (Sunnubraut)          
___ Æfingu 2  (Reykjaneshöll)       
___ Æfingu 1 og 2 (Sunnubraut og Reykjaneshöll)

Öllum skráningum verður svarað með staðfestingu í tölvupósti.
Athugið að skráning í 8. flokk er því miður EKKI í NÓRA kerfinu.


Gjald
7500 kr. fyrir námskeiðið ef valið er að æfa einu sinni í viku.
13.000 kr. fyrir námskeiðið ef valið er að æfa tvisvar sinnum í viku.

Systkinaafsláttur innan 8.flokks:
Barn 2 greiðir hálft gjald, frítt fyrir barn 3. 

Þjálfarar:
Gunnar Magnús Jónsson, íþróttafræðingur
Ragnar Steinarsson, íþróttafræðingur

Allar nánari upplýsingar má nálgast á netfanginu:
fotbolti_keflavik8fl@simnet.is