Fréttir

Knattspyrna | 1. febrúar 2011

8. flokks æfingar hefjast í dag

Nú eru knatttspyrnuæfingarnar hjá þeim allra yngstu að hefjast á ný, á vegum knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2005 og 2006.

Á æfingunum verður lögð áhersla á heildarþroska barnsins, jafnt andlegan sem líkamlegan, eflingu félagsþroska
ásamt aukinni hreyfifærni.
Boltaæfingar, leikir og hreyfiþroskaæfingar verða í fyrirrúmi.
Æskilegt er að foreldrar mæti með börnum sínum á æfingarnar.

- Æfingatími: Þriðjudagar í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
- Hópur 1: kl. 17:30 - 18:15
- Hópur 2: kl. 18:15 – 19:00
- Æfingatímabil: Fyrsta æfing 1. feb, síðasta æfing 12. apríl (11 æfingar).
- Innritun: Sendið skráningu á neðangreint netfang með upplýsingum um nafn barns og kennitölu ásamt nafni og gsm foreldra.
Einnig tilgreina hvort þið viljið vera í hóp 1 eða hóp 2.
Þið fáið svo til baka staðfestingu á skráningu.
- Gjald: 5000 kr.

fotbolti_keflavik8fl@simnet.is